Erlent

Forsetafrú sótt til saka

Chen Shui-bian, forseti Taívan, á fundi með Lisa Murkowski, bandarískum öldungadeildarþingmanni, í Taipei í vikunni.
Chen Shui-bian, forseti Taívan, á fundi með Lisa Murkowski, bandarískum öldungadeildarþingmanni, í Taipei í vikunni. MYND/AP

Saksóknair á Taívan hefur ákveðið að sækja forsetafrú eyjunnar til saka fyrir spillingu. Þetta var tilkynnt í morgun. Wu Shu-chen er sökuð um að hafa misfarið með jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hún er einnig sökuð um að hafa falsað gögn til að hylma yfir meint brot. Auk hennar verða ráðherrar í taívönsku stjórninni einni ákærðir.

Forsetafrúin hefur neitað sök. Forsetinn, Chen Shui-bian, er einnig grunaður um fjársvik ásamt öðrum ráðherrum í taívönsku-stjórninni. Talið er að minna hafi verið notað af fé til ýmissa opinberra framkvæmda en gert sé grein fyrir í fjárlögum. Rannsókn á því máli leiddi saksóknara og lögreglu að meintum brotum forsetafrúarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×