Erlent

Ókyrrð eykst í mið-Afríku

Forseti Mið-Afríku Lýðveldisins, Francois Bozize, ásakaði í morgun stjórnvöld í Súdan um að senda vopnaða uppreisnarmenn yfir landamærin til þess að taka yfir bæ í norðausturhluta landsins.

"Á síðustu 48 klukkustundum hefur verið ráðist á Mið-Afríku Lýðveldið af sama landi og hefur valdið Tsjad miklum skaða. Fáum þetta á hreint. Þetta er al-Bashir (forseti Súdan) og hann verður að hætta að hegða sér svona" sagði Bozize við fréttamenn í Tsjad eftir viðræður við forsetann þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×