Erlent

Aftur að samningaborðinu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og reyna að finna lausn á kjarnorkudeilu sinni við nágrannaríki sín og Vesturveldin. Þetta var ákveðið á óformlegum fundi embættismanna frá Bandaríkjunum, Kína og Norður-Kóreu í dag.

Viðræðurnar sigldu í strand fyrir um ári. Norður-Kóreumenn ollu miklu fjaðrafoki í alþjóðasamfélaginu fyrr í mánuðinum þegar þeir sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskini. Sameinuðu þjóðirnar gripu þá til refsiaðgerða gegn Norður-Kóreu.

Bush Bandaríkjaforseti fagnaði ákvörðun stjórnvalda í Pyongyang en sagði þetta ekki þýða að refsiaðgerðum yrði aflétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×