Erlent

Stjórnarandstaðan í Kasakstan sammála Borat

Borat í heimsókn hjá David Letterman.
Borat í heimsókn hjá David Letterman. MYND/AP

Stjórnarandstöðuleiðtoginn í Kasakstan sagði í morgun að Sacha Baron Cohen, sá sem leikur vitleysinginn Borat, hefði ekki valið Kasakstan sem bakgrunn fyrir brandara sína í nýrri bíómynd ef ástand mála þar í landi væri betra.

Sagði hann ennfremur að þetta væri tækifæri fyrir landsmenn að taka eftir því hversu mikið verk væri enn óunnið í landinu og að þeir ættu að fara að gera kröfur um betri frammistöðu stjórnvalda.

Bandaríkjamenn eru hinsvegar ekki nógu ánægðir með myndina því nýlega var ákveðið að fækka sýningarstöðum myndarinnar úr 2000 í 700 vegna ótta við að bandarískir áhorfendur gætu móðgast vegna atriða í myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×