Erlent

Augusto Pinochet handtekinn í Chile

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur verið hnepptur í stofufangelsi. Hann er sakaður um morð, pyntingar og mannrán meðan hann stjórnaði Chile eftir valdarán árið 1973.

Pinochet sem orðinn er níræður er meðal annars sakaður um að bera ábyrgð á því sem fram fór í V illa Grimaldi, en það voru illræmdar fangabúðir sem leyniþjónusta hersins stýrði. Þar voru þúsundir manna pyntaðir á árunum 1974 til 1977.

Pinochet stjórnaði Chile til ársins 1990. Talið er að á því tímabili hafi 3000 verið myrtir og tuttugu og átta þúsund sætt pyntingum. Dómarinn sem tilkynnti um handtöku Pinochets sagði brot einræðisherrans væru mjög alvarleg, en vegna hins háa aldurs, fengi hann að dvelja í stofufangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×