Erlent

Ástarnorn varð að endurgreiða þóknun

Þýsk kona hefur unnið mál gegn "Ástarnorn" sem hafði þegið fé fyrir að fá kærasta konunnar til að snúa til hennar aftur, eftir að slitnaði upp úr sambandinu.

Konan gat ekki á heilli sér tekið eftir að kærastinn fór, og í örvæntingu leitaði hún til nornarinnar sem flutti seið undir fullu tungli, til þess að fá hann aftur. En kauði lét ekki sjá sig.

Nornin sagði sér til varnar að seiðnum hefði ekki fylgt neitt loforð um endurgreiðslu, en það var ekki tekið til greina. Henni var gert að skila hinni hjartabrostnu konu níutíu þúsund krónum, og greiða auk þess málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×