Erlent

Afgerandi sigur

Luis Inacio Lula da Silva var endurkjörinn forseti Brasilíu með miklum meirihluta atkvæða um liðna helgi. Búið er að telja nærri því öll atkvæði og hlaut Da Silva um 61% atkvæða. Þetta var síðari umferð kosninganna þar sem valið stóð á milli sitjandi forseta og Geraldo Alckmin, fyrrverandi ríkisstjóra í Sao Paulo.

Í fyrri umferðinni hlaut forsetinn fjörutíu og fimm prósent atkvæða og því þurfti að kjósa aftur milli tveggja efstu. Svo virðist sem ásakanir um spillingu hafi ekki orðið til þess að minnka stuðning við forsetann. Flokkur hans er sagður hafa keypt atkvæði og aflað peninga með ólöglegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×