Að loknu prófkjöri 30. október 2006 10:00 Ekki er alveg nákvæmt hjá Birni Bjarnasyni að ég hafi talið að sömu örlög myndu bíða hans og Geirs Hallgrímssonar - að hann myndi fá slíka útreið í prófkjörinu að hann hrapaði niður listann. Hins vegar nefndi ég einhvers staðar að slíkt gæti verið möguleiki. Ég leyfði mér hins vegar að spá Guðlaugi Þór sigri. Það var ekki erfitt að finna að stemmingin var með honum. Stuttu fyrir prófkjör komst Gallup að þeirri niðurstöðu að Björn væri óvinsælasti ráðherrann. Kosningablað Björn sannfærði mig svo nokkurn veginn endanlega; þar var eiginlega enginn á lista stuðningsmanna nema gamalþekkt andlit úr liðinu - the usual suspects. Það eru auðvitað talsvert sárindi eftir prófkjörið. Þetta er ekki kvalalaus aðferð við að velja frambjóðendur. Það gleymist ekki nærri strax hversu hart var sótt að Birni innan flokks (ekki utan) - af hópi sem stendur mjög nærri Geir Haarde. Fyrir vikið neyddist Geir hálfpartinn til að niðurlægja sig þegar hann hann flutti hina dæmalausu ræðu um "aðförina" að Birni. Stjórnmálamenn ættu annars að hætta að tala um aðför þegar ekki er annað á seyði en ofureðlileg gagnrýni - stjórnmálabarátta eins og hún á að vera í lýðræðisríki. Framsóknarmenn komu algjöru óorði á þennan frasa í tíð Halldórs Ásgrímssonar. --- --- --- Það er engu logið upp á kosningamaskínu Guðlaugs Þórs - þetta er einhvers konar mulningsvél eins og það hét í handboltanum. Ýmsir frambjóðendur eru líka fúlir vegna þess að Guðlaugur var með eftirlitsmenn í kjördeildunum til að aðstoða við kosningasmölun - þetta er gamalkunn aðferð úr Sjálfstæðisflokknum en hefur ekki verið notuð áður í prófkjöri. Hið dularfulla mál með kjörskrárnar - að Guðlaugur og Guðfinna hefðu betri kjörskrár en aðrir - var heldur aldrei útkljáð til fulls. Af þessu kunna að verða einhver eftirmál. Í framhaldi af þessu má nefna að hreint hatur er fremur sjaldgæft milli einstaklinga í ólíkum stjórnmálaflokkum, hins vegar er það nokkuð algengt innan stjórnmálaflokka. Þetta er altént reynsla mín eftir mörg ár í þessum bransa. --- --- --- Geir Haarde er sterkur eftir prófkjörið. Hann fær nánast rússneska kosningu - þurfti ekkert að auglýsa. Hefur varla eytt krónu. Prófkjörið staðfesti býsna vel grein mína frá því í fyrradag um nýja tíma í flokknum. Ég þykist eiginlega viss um að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hefðu miklu frekar viljað sjá Björn sigra. Þeir hefðu notið þess að hafa hann í efsta sæti annars hvors Reykjavíkurkjördæmisins. Annars verð ég að benda á þetta. --- --- --- Mogginn er sjálfum sér líkur. Honum er einatt ofar í huga þjóðfélagsleg staða sín en alvöru blaðamennska. Þannig skýrir Styrmir frá því að ritstjórar blaðsins hafi ákveðið að sleppa því að gera upp málin eftir kalda stríðið. Slíkt hefði væntanlega bara orðið til þess að skapa óróa. Þetta er angi af hinni furðulegu áráttu Moggans að reyna að stjórna samfélagsumræðunni í nafni einhvers konar broddboraralegs velsæmis. En nú er eins og tími sáttanna sé liðinn. Hlerunarmálið hefur rofið friðinn að mati Styrmis. Gamlir sósíalistar fá þunga áminningu í Reykjavíkurbréfi dagsins. Skilaboðin eru að nú kunni lokið að verða tekið af Pandóruöskjunni og óhroðinn fái að streyma út. Ég er sammála Guðmundi Magnússyni um þetta sé og hafi verið röng aðferð. --- --- --- Grein Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu um hin innihaldslausu kosningaslagorð er stórkostleg. En það er auðvitað erfitt að finna brúkleg slagorð, þetta er allt orðið hálfútjaskað. Það besta finnst mér eiginlega sem var eitt sinn notað af Framsóknarflokknum og var bara eitt orð: Kletturinn! Ég tók saman nokkur slagorð úr nýliðnum prófkjörsslag hjá Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis þessi: Samstaða til sigurs! Kraftur til framtíðar! Sköpun og valfrelsi! Framtíðarmann til forystu! Ný verkefni, nýjar áherslur! Látum verkin tala! Vöndum valið! Stétt með stétt! Jæja, þetta síðasta er gamalt, var endurunnið í prófkjörinu, en mun upprunalega vera ættað frá fasistaliði Mussolinis á Ítalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Ekki er alveg nákvæmt hjá Birni Bjarnasyni að ég hafi talið að sömu örlög myndu bíða hans og Geirs Hallgrímssonar - að hann myndi fá slíka útreið í prófkjörinu að hann hrapaði niður listann. Hins vegar nefndi ég einhvers staðar að slíkt gæti verið möguleiki. Ég leyfði mér hins vegar að spá Guðlaugi Þór sigri. Það var ekki erfitt að finna að stemmingin var með honum. Stuttu fyrir prófkjör komst Gallup að þeirri niðurstöðu að Björn væri óvinsælasti ráðherrann. Kosningablað Björn sannfærði mig svo nokkurn veginn endanlega; þar var eiginlega enginn á lista stuðningsmanna nema gamalþekkt andlit úr liðinu - the usual suspects. Það eru auðvitað talsvert sárindi eftir prófkjörið. Þetta er ekki kvalalaus aðferð við að velja frambjóðendur. Það gleymist ekki nærri strax hversu hart var sótt að Birni innan flokks (ekki utan) - af hópi sem stendur mjög nærri Geir Haarde. Fyrir vikið neyddist Geir hálfpartinn til að niðurlægja sig þegar hann hann flutti hina dæmalausu ræðu um "aðförina" að Birni. Stjórnmálamenn ættu annars að hætta að tala um aðför þegar ekki er annað á seyði en ofureðlileg gagnrýni - stjórnmálabarátta eins og hún á að vera í lýðræðisríki. Framsóknarmenn komu algjöru óorði á þennan frasa í tíð Halldórs Ásgrímssonar. --- --- --- Það er engu logið upp á kosningamaskínu Guðlaugs Þórs - þetta er einhvers konar mulningsvél eins og það hét í handboltanum. Ýmsir frambjóðendur eru líka fúlir vegna þess að Guðlaugur var með eftirlitsmenn í kjördeildunum til að aðstoða við kosningasmölun - þetta er gamalkunn aðferð úr Sjálfstæðisflokknum en hefur ekki verið notuð áður í prófkjöri. Hið dularfulla mál með kjörskrárnar - að Guðlaugur og Guðfinna hefðu betri kjörskrár en aðrir - var heldur aldrei útkljáð til fulls. Af þessu kunna að verða einhver eftirmál. Í framhaldi af þessu má nefna að hreint hatur er fremur sjaldgæft milli einstaklinga í ólíkum stjórnmálaflokkum, hins vegar er það nokkuð algengt innan stjórnmálaflokka. Þetta er altént reynsla mín eftir mörg ár í þessum bransa. --- --- --- Geir Haarde er sterkur eftir prófkjörið. Hann fær nánast rússneska kosningu - þurfti ekkert að auglýsa. Hefur varla eytt krónu. Prófkjörið staðfesti býsna vel grein mína frá því í fyrradag um nýja tíma í flokknum. Ég þykist eiginlega viss um að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hefðu miklu frekar viljað sjá Björn sigra. Þeir hefðu notið þess að hafa hann í efsta sæti annars hvors Reykjavíkurkjördæmisins. Annars verð ég að benda á þetta. --- --- --- Mogginn er sjálfum sér líkur. Honum er einatt ofar í huga þjóðfélagsleg staða sín en alvöru blaðamennska. Þannig skýrir Styrmir frá því að ritstjórar blaðsins hafi ákveðið að sleppa því að gera upp málin eftir kalda stríðið. Slíkt hefði væntanlega bara orðið til þess að skapa óróa. Þetta er angi af hinni furðulegu áráttu Moggans að reyna að stjórna samfélagsumræðunni í nafni einhvers konar broddboraralegs velsæmis. En nú er eins og tími sáttanna sé liðinn. Hlerunarmálið hefur rofið friðinn að mati Styrmis. Gamlir sósíalistar fá þunga áminningu í Reykjavíkurbréfi dagsins. Skilaboðin eru að nú kunni lokið að verða tekið af Pandóruöskjunni og óhroðinn fái að streyma út. Ég er sammála Guðmundi Magnússyni um þetta sé og hafi verið röng aðferð. --- --- --- Grein Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu um hin innihaldslausu kosningaslagorð er stórkostleg. En það er auðvitað erfitt að finna brúkleg slagorð, þetta er allt orðið hálfútjaskað. Það besta finnst mér eiginlega sem var eitt sinn notað af Framsóknarflokknum og var bara eitt orð: Kletturinn! Ég tók saman nokkur slagorð úr nýliðnum prófkjörsslag hjá Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis þessi: Samstaða til sigurs! Kraftur til framtíðar! Sköpun og valfrelsi! Framtíðarmann til forystu! Ný verkefni, nýjar áherslur! Látum verkin tala! Vöndum valið! Stétt með stétt! Jæja, þetta síðasta er gamalt, var endurunnið í prófkjörinu, en mun upprunalega vera ættað frá fasistaliði Mussolinis á Ítalíu.