Erlent

Friðarviðræður hafnar í Genf

Friðarviðræður milli stríðandi fylkinga á Srí Lanka hófust í morgun í Genf í Sviss. Þar munu fulltrúar stjórnvalda og uppreisnarmanna Tamíltígra reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu.

Til harðra átaka kom í júlí síðastliðnum og hefur lítið lát orðið á þeim síðan þá. Tæplega 400 hermenn, rúmlega 100 almennir borgarar og fjölmargir uppreisnarmenn hafa fallið í átökum. Þetta er í fyrsta sinn sem deilendur setjast að samningaborðinu í átta mánuði. Óttast er að viðræðurnar nú skili litlu sem engu.

Rúmlega 65 þúsund manns hafa týnt lífi í átökum á Srí Lanka síðustu 23 árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×