Erlent

Gefur út handtökuskipun á hendur Pinochet

MYND/AP

Dómari í Chile hefur gefið út handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í landinu vegna glæpa sem framdir voru í leynilegu fangelsi sem starfrækt var í valdatíð hans í Chile.

Pinochet er ákærður fyrir að hafa numið á brott 36 menn, verið valdur að dauða eins og fyrir að láta pynta 23 menn. Það var öryggislögregla sem rak fangelsið Villa Grimaldi en þar voru þúsundir manna pyntaðar á árunum 1974-1977.

Pinochet, sem er níræður, náði völdum í Chile árið 1973 í valdaráni hersins og stjórnaði landinu allt til ársins 1990. Hann er sakaður um að hafa látið pynta og drepa þúsundir andstæðinga sinna í valdatíð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×