Erlent

Óeirðir í París í gærkvöldi

Franskur öryggisvörður skoðar bruna rútu sem kveikt hafði verið í miðvikudagskvöldið síðasta í París.
Franskur öryggisvörður skoðar bruna rútu sem kveikt hafði verið í miðvikudagskvöldið síðasta í París. MYND/AP

Slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna fjölda bíla sem hafði verið kveikt í, í úthverfum Parísar í gærkvöldi.

Síðar um kvöldið voru allt að 120 slökkviliðsmenn kallaðir út vegna húsbruna í miðborg Parísar. Þrennt meiddist alvarlega og fjöldi fólks þurfti á aðhlynningu að halda vegna smávægilegra meiðsla. Franska lögreglan og slökkviliðið eru í viðbragðsstöðu vegna þess að um þessar mundir er eitt ár liðið síðan uppþot urðu meðal fátækra innflytjenda í úthverfum borga um allt Frakkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×