Erlent

Um 200 líkamshlutar hafa fundist

MYND/AP

Um það bill 200 hundruð líkamshlutar hafa fundist þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður í New York síðan líkamsleifar fundust í holræsi undir staðnum fyrir viku. Turnarnir hrundu í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Lík 1.150 fórnarlamba í turnunum hafa ekki fundist.

Borgaryfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki staðið nægilega vel að hreinsun og leit líka á staðnum. Michael Bloomberg, borgarstjóri, hefur varið borgarstarfsmenn og þá sem stóðu að hreinsun en á bágt með að skýra hvers vegna líkamsleifarnar hafi ekki fundist fyrr en nú.

Bloomberg segir að framkvæmdum nýrra bygginga á staðnum verði ekki frestað á meðan leit af líkamsleifum haldi áfram. Erfiðlega hefur gengið að hefja byggingu á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Bygging á Frelsisturninum svokallaða hófust í apríl eftir að deilt hafði verið um fjármögnun, öryggismál og hönnun og það tafið fyrir framkvæmdunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×