Erlent

4 fórust þegar flugvél sænsku strandgæslunnar hrapaði

Fjórir týndu lífi þegar flugvél sænsku strandgæslunnar hrapaði í Falsterbro-sund í Suður-Svíþjóð skömmu eftir hádegi í dag. Að sögn vitna losnaði annar vængurinn frá flugvélinni áður en hún hrapaði. Fjórir voru um borð og hafa allir fundist, látnir.

Að sögn vitnis var flugvélinni flogið þrívegis afar lágt yfir sundið og rétt fyrir ofan tré á svæðinu.

Að sögn lögreglu er flak vélarinnar fundið en það hafði sokkið á 6 til 7 metra dýpi í sunið. Líkin voru enn í flaki vélarinnar þegar það fannst.

Vélin var 20 ára gömul, af gerðinni Kasa 212 og í eigu strandgæslunnar sænsku.

Talsmaður strandgæslunnar segir að reglum verði breytt og flugmönnum á hennar vegum bannað að fljúga eins lágt og virðist hafa verið í þessu tilviki þegar farið verði í eftirlitsflug í framtíðinni. Það sé þó ekki aðeins gert í öryggisskyni því ekki þurfi að fljúga þetta lágt til að ná markmiðum flugferða fyrir gæsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×