Erlent

Vilja bæta ímynd Ísraelsríkis

Ísraelar hafa sett saman vinnuhóp diplomata og sérfræðinga í almannatengslum til þess að reyna að bæta ímynd landsins. Tzipi Livi, utanríkisráðherra Ísraels, segir að takmarkið sé að þegar fólk heyrir nafn Ísraels detti þeim ekki fyrst í hug hermenn og bardagar.

Ráðherrann vill leggja áherslu á að Ísrael sé gott ferðamannaland og að þar séu góð tækifæri til allskonar fjárfestinga, enda menntun og tækni á háu stigi. Það kemur tæpast á óvart að Palestínumenn hafa fordæmt þessa fyrirætlan og saka Ísraela um að reyna að hvítþvo sjálfa sig.

Um það verður hver að dæm fyrir sig, en líklega er óhætt að segja að hinn nýi vinnuhópur eigi nokkuð starf fyrir höndum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×