Erlent

Berrössuðum Grænfriðungi hótað brottrekstri

Oksana á ströndinni
Oksana á ströndinni MYND/Fark.ru

Berrössuðum grænfriðungi hefur verið hótað brottrekstri frá Krímskaga eftir að hún birtist nakin á veggspjöldum, með dauðum dýrum og fuglum. Skilaboð hennar voru þau að ágangur ferðamanna stofnaði lífríki skagans í hættu.

Oksana Golubova er úkraínsk og stýrir skrifstofu Grænfriðunga á Krímskaga, sem er stærsti strandbaðstaður Úkraínu. Hvorki yfirvöld né íbúar fundu þó til neinnar sektar vegna dauðra dýra. Hinsvegar urðu þeir öskuvondir út í Oksönu, sem þeir sögðu ógna afkomu sinni, enda eru einu tekjurnar á skaganum af ferðamönnum.

Viktor Plakida, forsætisráðherra Krímskaga, segir að ef Oksana láti ekki af áróðri sínum muni hann persónulega sjá til þess að hún verði gerð brottræk. Oksana heldur sig nú mest innan dyra, af ótta við reiða nágranna sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×