Erlent

Loftlagsbreytingar geti leitt til heimskreppu

Frá Lundúnum.
Frá Lundúnum. MYND/Reuters

Ef ríki heimsins grípa ekki til aðgerða gegn loftlagsbreytingum er hætta á mikilli heimskreppu á öldinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans hefur unnið fyrir bresk yfirvöld um áhrif loftlagsbreytinga á efnahagkerfi heimsins.

Skýrslan verður kynnt á mánudag en breska blaðið Guardian greinir frá helstu niðurstöðum hennar í dag. Þar er bent á að Bandaríkjastjórn hafi hingað til ekki viljað staðfesta Kyoto-bókunina um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og borið við neikvæðum áhrifum á efnahag landsins en bent er á hið gagnstæða í skýrslunni. Ráðast þurfi í miklar fjárfestingar vegna nýrra og hreinni orkugjafa og slíkar fjárfestingar geti örvað hagvöxt í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×