Erlent

Samkynhneigð pör fá rétt á við gagnkynhneigð í New Jersey

New Jersey í dag.
New Jersey í dag. MYND/AP

Dómstóll í New Jersey í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að samkynhneigðum pörum yrðu veitt sömu réttindi og giftum, gagnkynhneigðu fólki. Dómstóllinn lætur það svo í hendur löggjafans í ríkinu að ákveða hvort leyfa eigi samkynhneigðum að ganga í hjónaband.

Úrskurður æðsta dómstóls í New Jersey er 90 síður og þar segja dómarar tímana breytta. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja erfitt að túlka dóminn sem sigur fyrir samkynhneigða sem vilji ganga í hjónaband, eða ósigur. Hjónaband samkynhneigðra er aðeins leyft í Massachusetts. New Jersey er aðeins eitt fimm ríkja í Bandaríkjunum sem banna hjónaband samkynhneigðra með lögum eða með viðauka við grunnlög ríkisins.

Löggjafanum í New Jersey er gefinn hálfs árs frestur til að ákveða hvort breyta eigi hjónabandslöggjöf í ríkinu. Mál sem þessi heyra ekki undir alríkisstjórnina heldur hvert ríki fyrir sig.

Málið kom fyrir dóm í New Jersey eftir að sjö samkynhneigð pör kærðu á þeim forsendum að það væri brot gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna að banna þeim að ganga í hjónaband.

New Jersey leyfði skráða sambúð samkynhneigðra fyrir 2 árum.

Það var í júlí sl. sem hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington staðfesti bann við hjónabandi samkynhneigðra. Þetta var mikið áfall fyrir þá sem börðust fyrir breytingum og runnu mörg mál út í sandinn.

Mál svipuð því sem tekið var fyrir í New Jersey í dag verða bráðlega tekin fyrir í Connecticut, Kaliforníu, Iowa og Maryland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×