Körfubolti

Góður sigur Keflavíkurstúlkna í Grindavík

Stórleikur Tamöru Bowie dugði Grindvíkingum ekki í kvöld, en hún nýtti öll 16 skot sín inni í teignum
Stórleikur Tamöru Bowie dugði Grindvíkingum ekki í kvöld, en hún nýtti öll 16 skot sín inni í teignum mynd/daníel

Önnur umferðin í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. Keflavíkurstúlkur gerðu góða ferð yfir til Grindavíkur og sigruðu 72-69. Takesha Watson skoraði 35 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflavík og María Erlingsdóttir skoraði 17 stig. Tamara Bowie fór hamförum í liði Grindavíkur með 33 stig og 16 fráköst og Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

ÍS lagði lið Hamars/Selfoss í Hveragerði 68-60 þar sem Lovísa Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði ÍS með 20 stig og 7 fráköst og þær Helga Jónasdóttir og Hafdís Helgadóttir skoruðu 15 hvor. Hjá Hamri var Atari Parker atkvæðamest með 14 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar, en hún hitt reyndar skelfilega úr skotum sínum í leiknum.

Íslandsmeistarar Hauka völtuðu yfir Breiðablik 100-52 í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×