Erlent

Deilur um trúartákn harðna í Evrópu

Deilur um trúartákn, svosem krossa og blæjur, fara harðnandi í Evrópu. Deilt er um hvort eigi að banna þau með öllu á opinberum vettvangi eða hvort menn eigi að fá að velja sjálfir hvort þeir hafa þau uppi. Síðast blossuðu upp deilur um þetta í Bretlandi.

Á síðasta ári voru samþykkt lög, í Frakklandi, þar sem trúartákn voru bönnuð á opinberum stöðum, svosem í skólum og skrifstofum hins opinbera. Bannið náði yfir öll trúartákn; slæður og blæjur múslimakvenna, krossa kristinna manna, vefjarhetti indverskra sikka og þar frameftir götunum.

Í Bretlandi tapaði múslimakona, í síðustu viku, máli sem hún höfðaði vegna þess að henni var meinað að vera með blæju í vinnunni, en hún var aðstoðar tungumálakennari kennari í barnaskóla. Einhver barnanna höfðu kvartað yfir því að þau ættu erfitt með að skilja hana, þar sem þau sæju ekki varir hennar hreyfast.

Svo blossaði upp deilan um hvort þula í breska ríkisstjórnvarpinu, BBC, mætti vera með kross þegar hún læsi fréttirnar. Og þá þótti bretum nóg komið.

Vegfarendur í Bretlandi segja sumir að krossar séu næstum orðnir tískufyrirbæri núna, ekki endilega trúartákn þegar fólk sjáist bera þá á götum úti. Merking þeirra hafi breyst. Auk þess margir að fólk eigi að ganga um með það sem það vilji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×