Erlent

Putin varar við að of miklum þrýstingi sé beitt gegn Norður-Kóreu

Putin Rússlandsforseti á fundi með ráðamönnum Evrópusambandsins á föstudaginn var.
Putin Rússlandsforseti á fundi með ráðamönnum Evrópusambandsins á föstudaginn var. MYND/AP

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að alþjóðasamfélagið ætti að forðast að þrýsta um of á Norður-Kóreu ef að lausn ætti að nást í þeim deilum sem standa yfir vegna kjarnorkuáætlunnar Norður-Kóreu.

Þetta kom fram þegar Putin talaði um hinar svokölluðu Sex Velda Viðræður. Putin bætti einnig við að Norður-Kórea hefði sprengt kjarnorkusprengju sína þann níunda október síðastliðinn þar sem ekki hefðu allir aðilar í viðræðunum komið fram á réttan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×