Erlent

Lestarvagn fór af sporinu í Lundúnum

Aftasti vagn á lest, sem var að koma að Waterloo lestarstöðinni í Lundúnum, fór af sporinu á mesta annatíma síðdegis í dag. Engan sakaði. Tafir urðu á lestarferðum á meðan fulltrúar lögreglu og samgönguyfirvalda rannsókuðu vettvanginn til að greina orsök óhappsins.

Lestin kom frá Dorking í Surrey og var Waterloo lestarstöðin endanlegi áfangastaðurinn. Lestin var á hægri ferð þegar aftasti vagninn losnaði frá lestinni og fór af sporinu rétt við lestarstöðina kl. 17:35 að íslenskum tíma. Enginn slasaðist og greiðlega gekk að rýma lestina. Áætlað er að nokkrar tafir verði áfram vegna rannsóknar og hreinsunar á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×