Erlent

Takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi

Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka rétt Búlgara og Rúmena til vinnu í Bretlandi þegar löndin tvö ganga í Evrópusambandið um næstu áramót.

Ófaglærðum frá löndunum tveimur verður aðeins heimilt að vinna í matvælavinnslu og landbúnaði en öllum faglærðum og þeim sem vinna hjá sjálfum sér verður heimilt að starfa í Bretlandi.

Með þessu vilja bresk stjórnvöld reyna að hefta flutning fólks frá Austur-Evrópu en með inngöngu í ESB verða löndin aðilar að sameiginlegum vinnumarkaði sambandsins.

Breskur vinnumarkaður var opnaður fyrir tíu nýjum aðildarríkjum ESB fyrir tveimur árum án takmarkana og bjuggust stjórnvöld við að 15 þúsund manns kæmu til starfa frá þeim á ári hverju en reyndin varð önnur því 600 þúsund hafa komið til Bretlands á þeim tveimur árum sem liðin eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×