Erlent

Íraskar öryggissveitir ættu að geta tekið við öryggismálum að fullu eftir 12 - 18 mánuði

Á fréttamannafundi í Írak fyrr í dag með sendiherra Bandaríkjanna í Írak og íröskum ráðamönnum kom fram að þeir hafi sæst á áætlun til þess að draga úr ofbeldi í Írak samkvæmt fyrirfram ákveðnum tímaramma. Einnig brýndu bandarísku fulltrúarnir fyrir þeim írösku að þeir þyrftu að taka sig á í aðgerðum sínum ef að þeir áfangar sem um var samið ættu að nást.

Yfirmaður bandaríska hersins í Írak hélt því fram að eftir 12 til 18 ættu íraskar öryggissveitir að geta tekið við fullri stjórn öryggismála í Írak. Hann sagði einnig að Íranar og Sýrlendingar hafi verið þeim þrándur í götu á meðan þessu verkefni hefur staðið og ýjaði að því að þeir hefðu vopnað andspyrnuhópa í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×