Erlent

18 manna áhöfn saknað

18 manna áhöfn rússnesks flutningaskips sökk undan norð-austur strönd Suður-Kóreu í dag. Verið var að flytja timbur frá Austur-Rússlandi til Kína.

Neyðarkall barst frá skipinu snemma í dag. Þá sagði skipstjórinn að nokkuð af farminum hefði losnað í stormi sem skall á svæðinu og skipið skemmst. Hann sagði skipið stefna stjórnlaust að Suður-Kóreu. Ekkert samband hefur náðst við skipið síðan þessi skilaboð bárust.

20 björgunarskip eru á leið að slysstað. Skipið mun hafa verið á siglingu um 128 kílómetrum undan Kóreu-skaganum þegar slysið varð. 7 metra háar öldur og lítið skyggni hamlar björgunarstarfi. Frekari leit verður fram haldið í dögun á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×