Fresta því að skerða lífeyri öryrkja 23. október 2006 17:07 MYND/Valgarður Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.Fram kemur í tilkynningu frá Greiðslustofu lífeyrissjóða að ástæðan sé sú að í ljós hafi komið að sá frestur sem veittur var bótaþegum til þess að skila inn viðhlítandi gögnum hafi ekki reynst nægjanlegur í sumum tilvikum. Til þess að koma til móts við bótaþegana hafi verið ákveðið að gefa lengri frest til að skila inn gögnum. Um 2300 örykjar eiga yfir höfði sér að greiðslur þeirra verði annaðhvort skertar eða felldar niður vegna of mikilla tekna annars staðar.„Örorkulífeyrisþegar sem fengið hafa tilkynningu um niðurfellingu eða lækkun örorkulífeyris munu því njóta óskerts örorkulífeyris frá viðkomandi lífeyrissjóðum í þrjá mánuði til viðbótar, þannig að síðasta greiðsla verði um næstu áramót. Mikilvægt er að árétta að samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna stofnast því aðeins réttur til örorkulífeyris að sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjutapi af völdum örorkunnar. Við samanburð á tekjum örorkulífeyrisþega fyrir og eftir orkutap hefur komið í ljós að margir örorkulífeyrisþegar eru með hærri tekjur nú en þeir höfðu fyrir orkutap. Skiptir þá ekki máli hvort notuð er vísitala neysluverðs eða launavístala til að bera saman þróun þeirra tekna sem hafðar eru til viðmiðunar eins og sumir hafa haldið fram í umræðu liðinna vikna. Fram hjá þessum staðreyndum geta lífeyrissjóðirnir ekki horft því það er andstætt samþykktum þeirra að greiða örorkulífeyri ef sjóðfélagi hefur ekki orðið fyrir tekjutapi vegna örorkunnar. Gildir þá einu hvort tekjurnar verða til vegna launaðra starfa eða sem greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef ekki væri gripið til viðeigandi ráðstafana væru lífeyrissjóðirnir að bregðast skyldum sínum gagnvart öðrum sjóðfélögum, sem þyrftu að sæta lægri lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Á liðnum árum hafa greiðslur lífeyrissjóðanna til öryrkja aukist langt umfram áætlanir tryggingafræðinga sjóðanna. Hjá nokkrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði nemur örorkulífeyrir um og yfir 40% af heildarlífeyrisgreiðslum. Það er ótvíræð skylda stjórnenda sjóðanna að bregðast við með þeim hætti sem samþykktir lífeyrissjóðanna kveða á um," segir í tilkynningu Greiðslustofu lífeyrissjóða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira