Erlent

Kaupa 500 þúsund plastpoka vegna nýrra reglna

Frá Kastrup-flugvelli.
Frá Kastrup-flugvelli. MYND/Elín Lilja Jónasdóttir

Forsvarsmenn Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hafa fest kaup á 500 þúsund plastpokum til þess að geta mætt nýjum reglum Evrópusambandsins eftir tvær vikur.

Nýju reglurnar kveða á um að allt fljótandi og hlaupkennt efni, allt frá tannkremi til linsuvökva og barnamatar, skuli vera í gegnsæjum plastpoka ef það á að taka það með sem handfarangur um borð í flugvélar. Fram kemur á viðskiptavef Jótlandspóstsins að pokunum verði dreift til flugfélaga og ferðaskrifstofa sem síðan munu koma þeim til farþega.

Reglurnar voru settar í kjölfar þess að upp komst um áform hryðjuverkamanna um að sprengja farþegavélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna í loft upp og hugðust þeir nota sprengiefni í vökvaformi til þess.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×