Erlent

Segir yfir 50 manns hafa verið handtekna í tengslum við spillingu í Kína

Yfir fimmtíu manns úr kínversku viðskiptalífi og stjórnkerfi landsins hafa verið handteknir eftir að upp komst um spillingu í tengslum við félagslega sjóði í borginni Shanghai.

Frá þessu greinir dagblað í Hong Kong í dag. Málið snýst um rúmlega 70 milljarða króna úr sjóðunum sem horfið hafa en talið er féð hafi verið lánað á ólöglegan hátt og notað til kaupa á fasteignum. Spillingin virðist ná inn í raðir Kommúnistaflokksins því Chen Liangyu, æðsti maður flokksins í Shanghai, hefur verið rekinn úr embætti. Þá var einn af ríkustu mönnum Kína, Zhang Rongkun, handtekinn um helgina og segir Hu Jintao, forseti Kína, að komist verði til botns í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×