Erlent

Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza

Palenstínskur vígamaður stendur við lík tveggja manna úr árás Ísraela.
Palenstínskur vígamaður stendur við lík tveggja manna úr árás Ísraela. MYND/AP

Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr. Ísraelski herinn sagðist vera með aðgerðir gegn tíu manna hópi palenstínskra vígamanna sem bar ábyrgð á eldflaugaárásum á suður-hluta Ísraels. Palenstínsk yfirvöld sögðu hinsvegar að ísraelsku hermennirnir hafi skotið inn í hóp Palestínumanna að fyrra bragði. Samtök á vegum palestínskra vígahópa sögðu að svo virtist sem skotmark Ísraela hafi verið Ata Shindari en hann hefur stjórnað eldflaugaaðgerðum gegn Ísraelum. Staðfestu þeir einnig að hann hafi látist í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×