Erlent

Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher

Bandarískir hermenn bera kistu félaga síns, sem lést í Írak, við minningarathöfn í Nevada-ríki.
Bandarískir hermenn bera kistu félaga síns, sem lést í Írak, við minningarathöfn í Nevada-ríki. MYND/AP

Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum.

Fram kemur á vef bandarísku fréttastöðvarinnar CNN að október sé þó ekki blóðugasti mánuðurinn frá því að ráðist var inn í Írak því 137 bandarískir hermenn létust í nóvember fyrir tveimur árum. Mannfallið er þó ekki engöngu bundið við Bandaríkjaher því AP-fréttastofan hefur reiknað út að yfir 40 Írakar hafi látist á degi hverjum í hinum helga mánuði Ramadan sem lýkur nú í vikunni. Hafa stjórnvöld bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum sætt harðri gagnrýni vegna ástandsins í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×