Erlent

Ísrael krefst aðgerða vegna stefnu Írana

Ehud Olmert krefst aðgerða frá alþjóðasamfélaginu á ráðstefnu í Ísrael í dag.
Ehud Olmert krefst aðgerða frá alþjóðasamfélaginu á ráðstefnu í Ísrael í dag. MYND/AP

Forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, skoraði í dag á alþjóðasamfélagið að refsa forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, fyrir að að hafa krafist eyðileggingar Ísraels. Í ávarpi í Tel Aviv í dag sagði Olmert það óhugsandi að þjóðarleiðtogi gæti komist upp með að segjast ætla þurrka annað ríki af yfirborði jarðar.

Íran hefur þegar flugskeyti sem geta náð til Ísraels en Ísrael hefur á móti sagt Íran að þeir muni vernda hagsmuni sína. Árið 1981 skutu Ísraelar flugskeytum á ókláraðar kjarnorkustöðvar Íraka og gætu þeir hugsanlega gert það sama við Írani. Umræður um efnahagsþvinganir af hálfu Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunnar Írana halda einnig áfram en Ahmadinejad hefur virt allar hótanir um slíkt að vettugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×