Erlent

Rússneskur hermaður seldur sem þræll

Lögfræðingur í Rússlandi skýrði frá því í dag að hún væri með skjólstæðing sem hefði verið seldur sem þræll úr hernum. Um er að ræða hermann sem seldur hafði verið ásamt skurðgröfu, á um 1.300 dollara, sem samsvarar um nítíu þúsund íslenskum krónum.

Málið kom ekki upp fyrr en hermaðurinn, sem þurfti að búa við slæm skilyrði í sendiferðabíl, missti fótinn í vinnuslysi í hinni nýju þrælkunarvinnu sinni. Hann missti einnig sjón á öðru auga sem og allar tennurnar. Lögfræðingur mannsins hefur ákært yfirmanninn sem seldi hann fyrir grófa vanrækslu og mun reyna að ákæra hann fyrir þrælahald og mannsal.

Spilling í rússneska hernum er stórt vandamál og mál þar sem yngri hermenn eru misnotaðir, efnahagslega eða líkamlega, eru ekki óalgeng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×