Lífið

Ramadan lýkur - hátíðin Eid al-Fitr hefst

Palestínsk börn leika sér með heimatilbúin blys til þess að fagna upphafi Eid al-Fitr hátíðarinnar.
Palestínsk börn leika sér með heimatilbúin blys til þess að fagna upphafi Eid al-Fitr hátíðarinnar. MYND/AP

Stærsta hátíð múslima byrjar í dag og nefnist hún Eid al-Fitr. Hátíð þessi markar endalok Ramadan, eða föstunnar, sem er ein af fimm undirstöðum íslam.

Hátíðin byrjar þó ekki á sama tíma alls staðar þar sem múslimar fara eftir tunglmánuðum og hefst hátíðin þegar nýtt tungl lætur sjá sig.

Á meðan hátíðinni stendur er skrifstofum stjórnvalda, bönkum og hlutabréfamörkuðum lokað.

Múslimar byrja daginn á bænahaldi, helst á stórum opnum svæðum. Eftir að þeim lýkur er deginum eytt í heimsóknir til ættingja og veisluhald.

Fyrsta Eid al-Fitr hátíðin var haldin árið 624 í Medina, tveimur árum eftir að Múhammeð spámaður hafði stofnað fyrsta samfélag múslima þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×