Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi 20. október 2006 19:14 Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira