Erlent

Flugþjónar og flugfreyjur leggja niður vinnu í Finnlandi

MYND/AP

Verkfall 1500 flugfreyja og flugþjóna hjá finnska flugfélaginu Finnair heldur áfram. Samningaviðræðum milli fulltrúa starfsmanna og flugfélagsins, sem fóru fram í dag, skiluðu engum árangri og var frestað til morguns. Verkfallið hófst í morgun. Viðræður hafa staðið í margar vikur eftir að það fréttist að félagið ætlaði að ráða starfsfólk í gegnum Aero, dótturfélag sitt í Eistlandi, og greiða því töluvert lægri laun.

Talsmaður Finnair segir að félagið hafi orðið að ráða 500 starfsmenn til viðbótar til að manna flug á leiðum félagsins til Asíu. Ákveðið hefði verið að fara þessa leið þar sem innlent starfsfólk fengi um 30% hærri laun en flugfreyjur og flugþjónar sem ráðnir væru í gegnu Aero í Eistlandi.

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, lagði áherslu á að deilendur leystu málið í tæka tíð svo hægt yrði að koma í veg fyrir verkfall sem kemur á versta tíma. Leiðtogar Evróusambandsríkja koma saman til fundar í Suður-Finnlandi á morgun.

Forsætisráðherranum varð þó ekki að ósk sinni og hófst verkfallið í morgun og alls óvíst samkomulag næst og því frestað.

Finnair getur flogið til nokkurra staða í Evrópu og innan Finnlands þrátt fyrir verkfallið en flug fellur niður á fjölmarga aðra staði.

Áætlað er að fyrirtækið tapi jafnvirði rúmra 170 milljóna íslenskra króna á dag vegna flugferða sem þarf að fella niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×