Innlent

Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu

MYND/E.Ól

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd.

Hann hefur einnig verið í heilbrigðis- og trygginganefnd. Þá situr hann í sérnefnd um stjórnarskrármál. Ágúst er með háskólapróf í lögfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands. Helstu áherslumál Ágústs Ólafs í prófkjörinu eru lækkun skatta á lífeyristekjur eldri borgara í 10 prósent, aukin fjárfesting í menntun, málefni barna og kvenna og lækkað verð á matvælums, segir í tilkynningu frá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×