Innlent

Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim.

Ungir jafnaðarmenn vilja að hlutverk nefndarinnar verði enn fremur að rannsaka hverjir stóðu fyrir hlerununum sem virðist í flestum tilvikum hafa verið framkvæmdar án dómsúrskurðar og á ólögmætan hátt. Þá hvetja þeir einnig íslensk stjórnvöld til að gera þau hlerunarskjöl sem liggja fyrir aðgengileg og opinbera lista yfir þá sem voru hleraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×