Erlent

Paul McCartney sagður hafa misþyrmt eiginkonu sinni

Heather Mills McCartney hefur ekki viljað tjá sig um fréttir fjölmiðla í dag þess efnis að Sir Paul McCartney hafi beitt hana ofbeldi í þau 4 ár sem þau hafa verið gift.

Breska blaðið Daily Mail vitnar í dag í skjöl sem lögð hafa verið fram fyrir dómstólum fyrir hennar hönd þar sem Sir Paul er sagður hafa misþyrmt henni auk þess sem hann hafi neytt eiturlyfja. Hann er meðal annars sagður hafa veitt konu sinni skurðsár á hendi með brotinni vínflösku.

Fram kemur á fréttavef BBC að Bítillinn fyrrverandi hafnar þessu ásökunum og ætlar að véfengja þær fyrir rétti þegar skilnaðarmál þeirra verður tekið fyrir.

Lögfræðingar Mills segja hana standa við það sem fram komi í gögnum fyrir dómstólum. Þeir vilja þó ekki tjá sig um það sem fram kemur í frétt Daily Mail og þau gögn sem hafi verið lekið til blaðsins.

Hjónin eiga tveggja ára dóttur, Beatrice. Sir Paul og Heather tilkynntu um skilnað sinn í maí síðastliðnum. Þau kynntust árið 1999 í gegnum góðgerðarstarf Mills sem hún hóf eftir að hún missti annan fót sinn í vélhjólaslysi árið 1993. Þau gegnu í hjónaband í júní árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×