Erlent

Norðmenn senda ekki fleiri hermenn til Afganistans

Bílhræ flutt burt af vettvangi sjálfsmorðsárásar í Kabúl á dögunum.
Bílhræ flutt burt af vettvangi sjálfsmorðsárásar í Kabúl á dögunum. MYND/AP

Norðmenn munu ekki senda sérsveitir til Afganistans eins og Atlantshafsbandalagið hafði farið fram á við þá. Þetta tilkynnti Jona Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, á blaðamannafundi í norska Stórþinginu í dag.

480 norskir hermenn eru nú í Afganistan en NATO hafði beðið um liðsstyrk í suðurhluta Afganistans vegna vaxandi óróa þar. Við því urðu Norðmenn ekki og sagði Störe að Norðmenn gætu það hreinlega ekki vegna annarra verkefna.

Stjórnarandstæðingar í Noregi segja bæði Verkamannaflokkinn, sem hefur forystu í ríkisstjórninni, og Miðflokkinn hafa látið undan þrýstingi Sósíalíska vinstri flokksins sem var andsnúinn því að senda fleiri hermenn til Afganistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×