Innlent

Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði

MYND/GVA

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði.

Í ályktun frá sambandinu segir að það stangist á við grundvallarhugmyndir sjálfstæðisstefnunnar að ríkisvaldið standi í samkeppni við einkaaðila, hvort sem það er á sviði fjölmiðlunar eða öðrum sviðum atvinnulífs. Það sé sorgleg staðreynd að engin skref hafi verið tekin í frjálsræðisátt í málefnum ríkisfjölmiðlunar í rúma tvo áratugi. Ríkisrekstur á fjölmiðlamarkaði sé tímaskekkja og því hefði verið eðlilegt og skynsamlegt af menntamálaráðherra að draga ríkisvaldið alfarið út úr þeim rekstri, leggja stofnunina niður og selja eignir hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×