Innlent

Vill að Alþingi breyti lögum til að afstýra einokun í mjólkuriðnaði

MYND/GVA

Talsmaður neytenda vill að Alþingi samþykki þegar í stað breytingu á lögum til þess að afstýra einokun í mjólkuriðnaði með samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Vitnar talsmaðurinn í álit Samkeppniseftirlitsins frá því í síðustu viku þar sem landbúnaðarráðherra er hvattur til beita sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. Talsmaður neytenda segir að þótt samruninn myndi styrkja mjólkuriðnað gagnvart markaðsráðandi smásöluaðilum þá brjóti hann með alvarlegum hætti gegn hagsmunum og réttindum neytenda. Með því að afnema undanþágu búvörulaga frá samkeppnislögum, sem heimilar samruna afurðarstöðva í mjólkuriðnaði, megi afstýra yfirvofandi einokun í mjólkuriðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×