Innlent

Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn.

Í ályktun hvetur sambandið Umhverfisráðuneytið, Brunamálastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga til þess að hefja viðræður við utanríkisráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum þar að lútandi.

Um leið lýsir sambandið áhyggjum sínum yfir að skólamál slökkviliðsmanna verði hornreka samkvæmt framkomnum drögum að frumvarpi um Byggingastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×