Erlent

Nauðlenti á leið til Íslands

Þota frá norska flugfélaginu Braathens, sem var á leið frá Osló til Keflavíkur, nauðlenti í gær í Stafangri eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar. 108 farþegar voru um borð í vélinni sem var af gerðinni Boeing 737.

Talsmaður Braathens segir að þetta hafi allt gengið rólega fyrir sig. Það sé regla að hætta flugi eins fljótt og auðið er, ef sprungur sjáist í rúðum. Því hafi flugstjórinn ákveðið að nauðlenda á næsta flugvelli, sem var Stavangur. Önnur vél var send til Stafangurs til þess að flytja farþegana 108 til Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×