Erlent

Rice á leið til Asíu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær Norður-Kóreu við því að gera aðra kjarnorkutilraun. Hún sagði að litið yrði á aðra tilraun sem ögrun og að hún myndi dýpka einangrun Norður-Kóreu. Rice er nú á leið til Asíu til að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum. Rice sagði refsiaðgerðirnar skýr skilaboð til stjórnvalda í Norður-Kóreu um að endurskoða kjarnorkuáform sín.

Bandarískir embættismenn hafa greint einhverja hreyfingu á tilraunasvæði Norður-Kóreumanna en geta þó ekki staðfest hvort sprengd hafi verið önnur kjarnorkusprengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×