Innlent

Vímuvarnarvika sett formlega á morgun

Vikan 16.-22. október er Vímuvarnarvika sem nú er haldin í þriðja sinn. Vikan hefst formlega á morgun með kynningarfundi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og þá mun Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrita þriggja ára forvarnasamning við Samstarfsráð um forvarnir.

Vímuvarnavika er samstarfsverkefni fjölmargra félagasamtaka og er markmið vikunnar að þessu sinni er m.a að vekja athygli á hversu mikilvægt það er að börn og unglingar fresti sem lengst að hefja neyslu áfengis og efla vitund og ásetning samfélagsins um að nauðsynlegt sé að hækka byrjunaraldur áfengisneyslu frá því sem nú er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×