Erlent

Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð vegna hneykslismáls

Cecilia Stegö Chilo, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur sagt af sér embætti í kjölfar þess að upp komst að hún hefur ekki greitt afnotagjöld af sænska ríkissjónvarpinu í 16 ár og fyrir að hafa ekki gefið upp greiðslur til heimilishjálpar . Þetta tilkynnti hún með yfirlýsingu í morgun.

Þar segir einnig að ákvörðunin sé tekin vegna þess skaða sem málið hafi þegar valdið ríkisstjórninni en Chilo hefur þegar verð kærð til lögreglu fyrir athæfið. Chilo er annar ráðherrann í nýrri ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts sem segir af sér á tveimur dögum en í fyrradag sagði Maria Borelius viðskiptaráðherra af sér vegna svipaðra saka.

Reinfeldt hefur fallist á afsögn Chilo en hefur ekki tjáð sig frekar um hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×