Innlent

Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum

Björgólfur Thor Björgólfsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur Elíasson
Björgólfur Thor Björgólfsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur Elíasson Mynd/Forsetaembættið

Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum.

Fundurinn er í boði forseta Íslands og fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu hans að fundinn sitji um 70 forystumenn í alþjóðlegu viðskipalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem beita sér sérstaklega í umhverfismálum. Verða fundargestum kynnt nokkur verkefni sem Íslendingar standa að í orku- og umhverfismálum.

Tveir Íslendingar taka þátt í ráðstefnunni, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður, en henni lýkur á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×