Innlent

Þjóðarhreyfingin vill að varnarsamningi verði sagt upp

MYND/Pjetur

Þjóðarhreyfingin mótmælir breyttum varnarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna og skorar á stjórnarandstöðuflokkana að lýsa því yfir nú þegar að myndi þeir ríkisstjórn eftir kosningar að vori, verði varnarsamningnum sagt upp.

Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að bera hefði átt samninginn undir Alþingi en forystumenn stjórnarflokkanna endurtaki hér sömu vinnubrögðin og þeir viðhöfðu þegar nafn Íslands hafi verið dregið inn í stríðsrekstur í Írak með því að skipa Íslandi á lista hinna vígfúsu þjóða.

Þá andmælir Þjóðarhreyfingin þeirr leynd sem hvílir yfir stórum hluta samningsins og því að í milliríkjasamningi af þessu tagi sé að finna skuldbindingar um að Alþingi komi á með lögum leynilegum stofnunum, sem frá upphafi er ætlað að starfa náið með bandarískum stofnunum að greiningu mála eins og ,,landráðastarfsemi" og

,,starfsemi sem beinist gegn stjórnskipulagi ríkisins", eins og segir í tilkynningunni. Þetta bjóði heim pólitískum ofsóknum af því tagi sem viðgengist hafi á tímum kalda stríðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×