Erlent

Reynt að ná sátt um refsiaðgerðir vegna kjarnorkutilrauna

Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, hittir Hu Jintao, forseta Kína í Peking í dag.
Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, hittir Hu Jintao, forseta Kína í Peking í dag. MYND/AP

Kínverjar og Suður-Kóreumenn styðja viðeigandi og nauðsynlegar aðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, gegn Norður-Kóreumönnum, vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Öryggisráðgjafi Suður-Kóreu sagði þetta eftir fund forseta Suður-Kóreu og forseta Kína í morgun.

Viðræðurnar fóru fram í Peking höfuðborg Kína. Bandaríkjamenn hafa lagt til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki harðar refsingar gegn Norður-Kóreumönnum. Kínverjar og Rússar hafa ekki viljað ganga jafn langt og Bandaríkjamenn í refsingum vegna tilraunanna. Forseti Suður-Kóreu fór því til fundar við forseta Kína til að reyna að ná sátt um tillögu Bandaríkjamanna. Nýjasta tillaga Bandaríkjamanna felur í sér að ekki verði beitt neinum hernaðarrefsingum gegn Norður-Kóreumönnum en með tillögunni vonast Bandaríkjamenn til að þeir nái fram samþykki Rússa og Kínverja.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×