Erlent

Atkvæðagreiðslu frestað

Wang Guangya, sendifulltrúi Kínverja hjá SÞ, eftir fund í Öryggisráði SÞ í New York í dag.
Wang Guangya, sendifulltrúi Kínverja hjá SÞ, eftir fund í Öryggisráði SÞ í New York í dag. MYND/AP

Kínverjar og Rússar hafa fengið það í gegn að atkvæðagreiðslu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun Bandaríkjamanna vegna kjarnorkutilrauna Norður-kóreumanna verður frestað. Bandaríkjamenn vildu að greidd yrðu atkvæði um tillöguna á morgun en svo virðist sem það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi um helgina.

Ályktunin byggir á 7. kafla stofnsáttmála SÞ sem þýðir að refisaðgerðum verður beitt og valdbeiting leyfð.

Kínverjar hafa áhyggjur af því sem ályktunartillagan felur í sér og vilja, auk Rússa, fara betur yfir hana áður en næstu skref verði tekin. Kínverjar ætla að senda háttsettan fulltrúa stjórnvalda til að ræða stöðu mála við George Bush, Bandaríkjaforseta.

Sá fulltrúi fer síðan til fundar við ráðamenn í Moskvu á laugardaginn.

Sendifulltrúar vesturveldanna segja miklu skipta að fá fullan stuðning Kínverja við álytkunina eigi að takast að hafa Norður-kóreumenn undir í deilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×