Innlent

Mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11

MYND/Vilhelm

Vinstri - grænir í Reykjavík mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús athafnamannsins Thors Jensens. Borgarráð samþykkti í dag að undirbúa sölu þess en í bókun Árna Þórs Sigurðssonar, fulltrúa Vinstri - grænna í borgarráði, segir segja að það eigi áfram að vera í eigu borgarinnar enda um eina fegurstu húseign borgarinnar að ræða. Mikilvægt sé að sú starfsemi sem fram fari í húsinu þjóni almenningi og falli vel að nábýlinu við grænt og opið svæði borgarbúa en húsið sé ekki falboðið auðmannastéttinni í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×